10. desember 2024
Það eru spennandi fréttir frá Dalshverfi III þar sem framkvæmdir halda áfram að ganga vel og fyrstu íbúðirnar eru að verða tilbúnar til afhendingar. Fyrstu íbúðir afhentar Öryggisúttekt verður framkvæmd á fyrstu 8 íbúðunum í hverfinu þann 10. desember og strax í kjölfarið fer afhending fram á þessum íbúðum dagana 10.–15. desember. Húsin við Brekadal 68 og 70 eru í lokafrágangi og tilbúin til að taka á móti nýjum íbúum, sem geta byrjað að skapa sín eigin heimili rétt fyrir jólin. Framvinda í Brekadal 72 Framkvæmdir við Brekadal 72 ganga einnig vel. Þar er innanhúsfrágangur langt kominn og þrátt fyrir að jólafríið nálgist stefnum við að afhendingu íbúða í þessu húsi í byrjun febrúar 2025. Fyrsti áfangi klár í apríl/maí 2025 Í fyrsta áfanga Dalshverfis III er stefnt að því að allar íbúðir verði afhentar íbúum á tímabilinu apríl til maí 2025. Þetta skapar einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja festa kaup á nýju heimili í þessu vinsæla hverfi sem státar af bæði fjölbreyttu umhverfi og hagkvæmum, nútímalegum íbúðum.