Fleiri íbúðir í söluferli á næstunni
3. mars 2025

14 íbúðir í Risadal 2-4 fara í söluferli á næstunni

Vel hefur gengið að afhenda nýjum eigendum íbúðir og hefur nú verið flutt inn í allar selda íbúðir. Á sama tíma halda framkvæmdir áfram af fullum krafti í öðrum götum hverfisins og nú hyllir undir að byrjað verði að setja fleiri íbúðir í söluferli. Þar er um að ræða samtals 14 íbúðir, 2.-4. herbergja, í Risadal 2-4 sem er í nyrsta hluta þessa nýja hverfis sem byggist nú hratt upp.

10. desember 2024
Fyrsti áfangi klár í apríl/maí 2025 Í fyrsta áfanga Dalshverfis III er stefnt að því að allar íbúðir verði afhentar íbúum á tímabilinu apríl til maí 2025. Þetta skapar einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja festa kaup á nýju heimili í þessu vinsæla hverfi sem státar af bæði fjölbreyttu umhverfi og hagkvæmum, nútímalegum íbúðum. Glæsilegt hverfi í uppbyggingu Dalshverfi III er hannað með þarfir fjölskyldna í fyrirrúmi. Hverfið býður upp á þægilega nálægð við skóla, leikskóla og aðra þjónustu ásamt fallegu útivistarsvæði sem eykur lífsgæði allra íbúa. Fylgist með á næstu vikum fyrir frekari upplýsingar um framvindu framkvæmda og áætlanir fyrir afhendingu íbúða. Við hlökkum til að bjóða nýja íbúa velkomna í þetta glæsilega hverfi! Ertu að leita að draumaíbúð? Hafðu samband við okkur í dag til að fá nánari upplýsingar um íbúðir í Dalshverfi III og tryggðu þér stað í þessu einstaka hverfi.
Fyrstu íbúðirnar í Dalshverfi III tilbúnar
10. desember 2024
Það eru spennandi fréttir frá Dalshverfi III þar sem framkvæmdir halda áfram að ganga vel og fyrstu íbúðirnar eru að verða tilbúnar til afhendingar. Fyrstu íbúðir afhentar Öryggisúttekt verður framkvæmd á fyrstu 8 íbúðunum í hverfinu þann 10. desember og strax í kjölfarið fer afhending fram á þessum íbúðum dagana 10.–15. desember. Húsin við Brekadal 68 og 70 eru í lokafrágangi og tilbúin til að taka á móti nýjum íbúum, sem geta byrjað að skapa sín eigin heimili rétt fyrir jólin. Framvinda í Brekadal 72 Framkvæmdir við Brekadal 72 ganga einnig vel. Þar er innanhúsfrágangur langt kominn og þrátt fyrir að jólafríið nálgist stefnum við að afhendingu íbúða í þessu húsi í byrjun febrúar 2025. Fyrsti áfangi klár í apríl/maí 2025 Í fyrsta áfanga Dalshverfis III er stefnt að því að allar íbúðir verði afhentar íbúum á tímabilinu apríl til maí 2025. Þetta skapar einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja festa kaup á nýju heimili í þessu vinsæla hverfi sem státar af bæði fjölbreyttu umhverfi og hagkvæmum, nútímalegum íbúðum.
Reising forsteyptra eininga lokið við fyrsta áfanga Dalshverfis
21. ágúst 2024
Reising forsteyptra eininga lokið við fyrsta áfanga Dalshverfis. Allt burðarvirki er reist í áfanganum og er innivinna í fullum gangi ásamt gluggaísetningu og lóðarfrágangi. Þar sem sala íbúða í fyrsta áfanga hefur gengið vonum framar fórum við í að steypa upp áfanga 2. Áætlað er að uppsteypu ljúki í öðrum áfanga um miðjan september. Annar áfangi er væntanlegur til sölu með haustinu. Áhugasömum er bent á söluaðila vegna frekari upplýsinga.
Fyrstu íbúðir fokheldar við Brekadal
20. maí 2024
Fyrstu íbúðir í 1. áfanga voru gerðar fokheldar í byrjun maí og innivinna komin á fullt. Verkinu miðar vel áfram og útlit fyrir að framkvæmdaáætlun muni standast og vel það. Um hel íbúða við 1. áfanga eru nú þegar seldar og þökkum við sýndan áhuga frá kaupendum . Framkvæmdir hafa gengið vonum framar síðustu tvo mánuði og vonumst við til að hafa sýningaríbúðir tilbúnar í sumar.
11. mars 2024
Nýjar íbúðir í nýju fjölskylduvænu íbúðarhverfi í Reykjanesbæ. Fjölbreyttar og vel skipulagðar íbúðir, 2-4 herbergja. Fullbúnar íbúðir að innan sem utan með gólfefnum. Sérinngangur í allar íbúðir. Svalir og sólpalla á móti suð-vestri. Stefnt að Svans vottun íbúðanna. Nokkrar eignir uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán frá HMS. Áætluð afhending fyrstu eigna í október 2024.