Skilalýsing Dalsbraut 24 Reykjanesbæ

Dalshverfi 2. áfangi

1.1 Almennt

Dalsbraut 24 er 2ja hæða hús með 11 íbúðum, sbr. teikningar arkitekta. Í byggingunni eru kaldir stigagangar með inngöngum beint inn í íbúðirnar. Stórar svalir fylgja íbúðum á 2. hæð sem heimilt er að loka með svalalokun í sama stíl og handriðið að fengnu samþykki byggingafulltrúa. Séreignargarður fylgir íbúðum á 1. hæð sem heimilt er að stúka af með girðingu í samræmi við teikningu arkitekta. Geymslur á jarðhæð fylgja öllum íbúðum. Góð hljóðeinangrun er á milli íbúða en plötur milli íbúða eru 22 cm og veggir 20 cm sem gefur aukna hljóðeinangrun. Auk þess var valin sérstaklega hljóðeinangrandi dúkur undir parket.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald eignarinnar þegar það fellur til.

1.2 Byggingaraðili

Miðbæjareignir ehf. er húsbyggjandi og ábyrgðaraðli verksins en öll framkvæmd er í höndum Asista verktaka ehf. sem starfar á húsbyggingamarkaði. Innréttingar eru sérsmíðaðar.

1.3 Dalsbraut 24

Íbúðum í Dalsbraut 24 verður skilað fullbúnum með gólfefnum og afhendast í samræmi við teikningar og skilalýsingu þessa. Fullbúnar sýningaríbúðir eru tilbúnar á Dalsbraut 26 og skilast íbúðir í samræmi við frágang á þeim að undanskildum húsgögnum og lýsingu og ýmsar breytingar á gólfefnum, lit á innréttingum og borðplötu.

1.4 Hönnuðir

Arkitektar: KRark, Hlíðarsmára 19, 201 Kópavogur
Burðarþol: NNE verkfræðistofa, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur
Lagnir: TÓV verkfræðistofa, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Raflagnir: Dolli raflagnahönnun, Súðarvogur 20, 104 Reykjavík
Innanhússhönnun: Hanna Stína Innanhússarkitekt FHI
Lóðahönnun: Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt FÍLA

2. Frágangur íbúða

3.1 Veggir og loft

Léttir milliveggir íbúða eru hefðbundnir gipsveggir með tvöföldu gipsi sem eru sparslaðir. Steyptir veggir eru pússaðir og sandsparslaðir. Öll loft eru pússuð og sandspörsluð. Veggir eru málaðir með tveimur yfirferðum af plasmálningu, gljástig 7 en loft með gljástig 3.

2.2 Eldhús

Sérsmíðaðar innréttingar eru í öllum íbúðum. Eldhúsinnréttingar eru sprautulakkaðar í dökkgráum lit og skápar og skúffur eru með Bloom lömum. Borðplata er úr 20mm kvarts stein gerð Crystal Diamond frá Granítsmiðjunni. Vaskur er undirlímdur Blanco Silgranit ásamt Blanco blöndunartækjum. Ofn er Simens IQ300, helluborð er Simens iQ100 og háfur er frá BOSCH.

2.3 Bað

Baðinnrétting er sprautulökkuð með borðplötu úr 20mm kvarts stein Crystal Diamond frá Granítsmiðjunni. Handlaug eru undirlímdur hvítur. Vaskur kemur ofan í borðplötu. Hitastýrð blöndunartæki í handlaug og sturtu eru frá Grohe. Flísar eru að baðgólfi og á vegg við sturtu og baðinnréttingu. Salerni er innbyggt og upphengt frá Grohe. Loftræsting á baði er sér fyrir hverja íbúð.

2.4 Innihurðir

Allar innihurðir eru sérsmíðaðar. Hurðir eru sprautulakkaðar, hvítar með felliþröskuld.

2.5 Fataskápar

Fataskápar eru í öllum svefnherbergjum og anddyri. Fataskápar eru sprautulakkaðir með sama útlit og eldhúsinnrétting.

2.6 Gólfefni

Á gólfum er Krono Original harðparket frá Byko í flokki AC4 ásamt hvítum gólflistum. Parketið er lagt ofan á hljóðeinangrandi undirlag.

2.7 Lagnir og hitakerfi

Í íbúðunum er ofankerfi samkv. teikningum. Ofankranar eru retur kranar frá Danfoss. Forhitari er á heitu neysluvatni. Komið er fyrir kistu í hverri íbúð inná bað sem hægt er að loka fyrir bæði vatn og hita.

2.8 Rafmagns og netlagnir

Rafmagn í hverri íbúð er fullfrágengið. Nettengil er í stofu og öllum svefnherbergjum. Ljósleiðari er dregin í hverja íbúð. Led lýsing er í eldhúsinnréttingu og baðinnréttingu ásamt einu ljósi í eldhúsi og á baði.

2.9 Geymslur

Sér geymsla fylgir öllum íbúðum. Steypt loft, veggir og gólf í séreignargeymslum eru hreinsuð og máluð. Milliveggir á milli geymslna eru með timburgrind og málaðri plötuklæðningu. Hurð inn í geymslur er að sömu gerð og innihurðir íbúða en með Assa skrá.

2.10 Öryggisatriði.

Hverri íbúð fylgir slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjari og læsanlegur lyfjaskápur.

3. Frágangur utanhúss

3.1 Útveggir

Burðarkerfi hússins er hefðbundið staðsteypt og útveggir einangraðir að utan með steinull. Gengið er frá öllum steypuskilum með tjöruborða ásamt þeim gluggum sem eru áveðurs. Útveggir eru klæddir með báruáli og/eða áborinni lerki klæðningu. Kaldir útveggir eru filteraðir undir málningu og síðan málaðir.

3.2 Gluggar og útidyrahurðir

Gluggar eru ál-trégluggar og hurðar eru ál að utan og tré að innan. Þriggja punkta læsing er á öllum útidyrahurðum.

3.3 Svalir og svalagangar

Svalagangar verða frágengnir með steyptu slípuðu yfirborði. Svalir á 2. hæð eru með steyptu slípuðu yfirborði en er skilað með viðarmottum. Kaupendur geta tekið motturnar af ef vilji er til eða ef þær virka illa án svalalokunar. Svalahandrið eru úr málmi og öryggisgleri frá Glerborg. Hægt verður að kaupa svalalokun á íbúðir 2. hæðar. Hugsanlega þarf að greiða viðbótar gatnagerðargjald ef svölunum er þéttlokað en auk þess þarf leyfi frá byggingarfulltrúa.

3.4 Þakplata

Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum. Ofan á steypa plötu kemur tvöfalt lag af eldsoðnum tjörupappa. Einangrun er 200 mm rakaþolin einangrun. Ofan á einangrun kemur vatnsvarnardúkur með öndun. Efsta lag er sjávarmöl. Niðurföll eru með hitaþræði.

3.5 Lóð

Lóð verður fullfrágengin skv. teikningum landslagsarkitekts. Stéttar fyrir framan hús verða hellulagðar með snjóbræðslu. Hellulögn er við verönd íbúða á 1. hæð. undir svölum. Með húsinu fylgja 18 malbikuð stæði og hellulögð stétt verður meðfram bílastæðum. Sorpgerði fyrir tunnur er á lóð. Beð verða við gangstíg skv. teikningum landslagsarkitekts. Að öðru leyti verður lóðin þökulögð eða með náttúrulegum móa. Hraðhleðslustöð fyrir 2 bíla er á bílastæði.

4. Frágangur sameignar

4.1 Hjóla og vagnageymslur

Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á 1. hæð. Steypt loft og veggir í hjóla- og vagnageymslum eru hreinsuð og máluð. Gólf eru slípuð og máluð.

4.2 Póstkassar

Póstkassar eru utandyra við stigagang.

4.3 Svalagangar

Svalagangar eru lokaðir af hluta með leiðurum úr málmi og háu öryggisgleri frá Glerborg.

5. Til áréttingar

 • Seljandi áskilur sér rétt til að láta breyta teikningum á byggingartímanum í samráði við arkitekta og hönnuði að fengnu samþykki byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.
 • Fullbúnar sýningaríbúðir eru tilbúnar í Dalsbraut 26. Íbúðirnar verða afhentar að öllu leyti með sama frágangi og sýningaríbúðirnar að frátalinni lýsingu í allri íbúðinni, húsgögnum og öðrum húsbúnaði, þvottavél, uppþvottavél og ísskáp. Breyting verður líka á gólfefni og lit á innréttingu og borðplötur, sýnishorn verður til staðar í sýningaríbúð. Lýsing íbúða er í samræmi við skilalýsingu með kúpli í eldhúsi og á baði.
 • Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna.
 • Íbúðareigandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og fylgjast með niðurföllum á baði og úti á svölum.
 • Svalagólf er nauðsynlegt að sílanbera á ca. 2ja ára fresti ef þau eru ekki flísalögð eða ef svalalokun er ekki sett upp.
 • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki.
 • Niðurföll þarf að hreinsa reglulega.
 • Við afhendingu skal kaupandi skoða íbúðina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal kaupandi, áður en hann hefur framkvæmdir í íbúðinni eða flytur inn, afhenda fulltrúa Miðbæjareigna efh. undirritað eyðublað þar sem þessir ágallar eru taldir upp.
 • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.
 • Útidyrahurðum þarf að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.
 • Hafi kaupandi einhver umkvörtunarefni fram að færa vegna hinnar seldu íbúðar, skal hann strax beina umkvörtun sinni til Miðbæjareigna ehf.
 • Íbúðarkaupendur gera sér grein fyrir að í sérgeymslum og öðrum geymslum geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins.