Miðbæjareignir ehf. byggja nú 3 og síðasta áfanga sinn við í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Um er að ræða 45 glæsilegar og vandaðar íbúðir við Dalsbraut 32-36. Félagið hefur þegar lokið byggingu á 66 íbúðum í sex húsum við Dalsbraut 22-30 og Aspardal 1 en sýningaríbúð er í Aspardal 1.

Á Dalsbraut 32-36 eru tveggja og þriggja herbergja vel skipulagðar íbúðir í þremur litlum fjölbýlishúsum. Stutt er í alla þjónustu að Fitjum. Mikil uppbygging er á þessu svæði og stutt er að fara uppá Reykjanesbraut. Samgöngur til og frá svæðinu eru því mjög auðveldar.

Hvert hús er tveggja hæða með 15 íbúðum og stærð íbúða er frá 55,2 fm til 74,7 fm. Með flestum íbúðum á 1. hæð fylgir séreignagarður sem heimilt er að girða af samkvæmt teikningu. Stórar svalir fylgja íbúðum á 2. hæð sem heimilt er að loka með ákveðnum skilyrðum. Húsin standa á stórri lóð, með fjölda bílastæða og hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.

Eignirnar skilast fullfrágengnar að innan sem utan. Húsin eru staðsteypt, einangruð að utan og klædd með báruáli og lerki klæðningu. Gluggar og útihurðir eru úr ál og tré.

Að innan eru allar íbúðir fullbúnar með sérsmíðuðum innréttingum, fullmálaðar og með hágæða vínilparketi frá Tarkett. Eldhúsinnréttingar eru dökkgráar að lit með kvarts stein og vönduðum eldhústækjum frá Simens. Baðinnréttingar eru einnig með kvarts stein og blöndunartækjum frá Grohe. Innihurðir eru hvítar yfirfelldar. Frábært skipulag er á íbúðunum.

Flestum íbúðum fylgir sér geymsla á jarðhæð, þar sem einnig er hjóla- og vagnageymsla í sameignarrými.

Stapaskóli, einn glæsilegasti leik- og grunnskóli landsins hefur tekið til starfa í þessu blómlega hverfi, steinsnar frá íbúðunum. Stapaskóli er heildstæður skóli, leikskóli grunnskóli og tónlistarskóli, frístundarskóli og félagsmiðstöð og mun fullbyggður skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Með tímanum verður svo íþróttahús og sundlaug byggt við skólann.

Þetta er skóli fyrir 2 ára og upp úr. Gert er ráð fyrir að það verði flæði á milli bæði bekkja og árganga þannig að t.d. 5 ára börn geti kíkt í 1.bekk að það sé sveigjanleiki þar á milli. Bókasafnið, matsalur, félagsaðstaða og sundlaug mun nýtast sem menningarmiðstöð fyrir hverfið eftir lokun skólans. (www.stapaskoli.is)

Falleg náttúra er allt um kring og stutt er í ýmiss konar útivistarmöguleika.