Við Dalsbraut 26, 28 og 30 í Dalshverfi í Reykjanesbæ rísa glæsilegar og vandaðar íbúðir.

Um er að ræða þriggja og fjögurra herbergja vel skipulagðar íbúðir í þremur litlum fjölbýlishúsum. Stutt er í alla þjónustu að Fitjum. Stapaskóli, einn glæsilegasti leik- og grunnskóli landsins er að rísa í þessu blómlega hverfi, steinsnar frá íbúðunum. Falleg náttúra er allt um kring og stutt er í ýmiss konar útivistarmöguleika.

Hvert hús er tveggja hæða með 11 íbúðum og stærð íbúða er frá 74,3 fm til 108,2 fm. Með íbúðum á 1. hæð fylgir stór séreignagarður sem heimilt er að girða af samkvæmt teikningu. Stórar svalir fylgja íbúðum á 2. hæð sem heimilt er að loka með ákveðnum skilyrðum. Húsin standa á stórri lóð, með fjölda bílastæða og hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.

Eignin skilast fullfrágengin að innan sem utan. Húsin er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með báruáli og lerki klæðningu. Gluggar og útihurðir eru úr ál og tré.

Að innan eru allar íbúðir fullbúnar með sérsmíðuðum innréttingum, fullmálaðar og með hágæða harðparketi frá Pergo. Eldhúsinnréttingar eru ljósgráar að lit með hvítum quarts borðplötum og vönduðum eldhústækjum frá Simens og Bosch. Baðinnréttingar eru einnig með quarts steini og blöndunartækjum frá Grohe. Innihurðir eru sérsmíðaðar með felliþröskuldi. Frábært skipulag.

Öllum íbúðum fylgir sér geymsla á jarðhæð, þar sem einnig er hjóla- og vagnageymsla í sameignarrými.